top of page

VPV Future Pension

2560px-VPV_Versicherungen_logo.svg.png

VPV er stofnað árið 1827 og er elsta líftryggingarfélag Þýskalands, reynsla sem byggir á 190 ára farsælli sögu. VPV hefur í marga áratugi séð um lífeyristryggingar fyrir póst- og símastarfsmenn í Þýskalandi. Yfir þetta tímabil hefur VPV orðið öflugt og skapandi tryggingarfyrirtæki með samvinnu og gagnkvæmni. Ísland er eina landið fyrir utan Þýskaland, þar sem þeir stunda viðskipti.  VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða að taka út samhliða eftirlaunum.  

​

VPV Future Pension er einingatengd lífeyristrygging með ævilöngum lífeyri og möguleika á eingreiðslu lífeyris. Boðið er upp á val um tvær ávöxtunarleiðir og hægt að gera breytingu á ávöxtunarleið á söfnunartíma. Í þessum ávöxtunar leiðum er fjárfest í aðlaðandi verðbréfasjóðum reknum af virtum sjóðastýringarfyrirtækjum. Lögð er áhersla á sjálfbærar og fjölþjóðlegar fjárfestingar. Fjárfestingin er í evrum sem er stærri og stöðugari gjaldmiðill en íslenska krónan og má því gera ráð fyrir að fjárfestingin sé öruggari í ýmsum skilningi. Að auki bjóðum við þér sérstakt öryggi að því leyti að lífeyriseignin er að fullu fjárfest í öryggiseignunum ef þú velur úttekt í formi ævilangs lífeyris.

​

Viðbótarlífeyrissparnaður er þægilegt sparnaðarform þar sem vinnuveitandi sér um að greiða iðgjöld. Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign sem er erfanlegur en hann er jafnframt laus til úttektar við 60 ára aldur. Sérstakar úttektarheimildir  ef samningshafi verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Óaðfararhæfur – kröfuhafar geta ekki sótt inneign ef til gjaldþrots kemur. Sparnaður er dreginn frá skattstofni, lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og atvinnutekjur.

​

Viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður er sparnaður sem dreginn er af launum áður en skattar eru greiddir. Oftast leggur launamaður fyrir 2% eða 4% af launum og fær 2% mótframlag frá launagreiðanda. Viðbótarlífeyrir er í flestum tilfellum afar æskilegur til þess að minnka, eða jafnvel koma í veg fyrir verulega lækkun tekna þegar komið er á lífeyrisaldur. 

​

Sparnaður VPV er í evrum. Evran er einn stöðugasti gjaldmiðill heims, sem sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu. Í heildina stýrir VPV eignum fyrir viðskiptavini sína að upphæð yfir 7,2 milljarða evra.

image005-2.jpg
2560px-VPV_Versicherungen_logo.svg.png
bottom of page