
Sjálfbærnistefna
Afkoma Vátryggingamiðlun ehf. er sem “vátryggingamiðlari” og “fjármálaráðgjafi” bundin af lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, skv. skilgreiningu í þeim lögum. Afkoma Vátryggingamiðlun ehf hefur þá stefnu um sjálfbærni að kanna vilja viðskiptavina sinna til sjálfbærni fjárfestinga sinna og veita þeim upplýsingar um að hvaða marki þær vörur sem félagið miðlar, uppfylla kröfur þeirra um sjálfbærni. Þessi könnun á sér stað í lögbundnu mati Afkomu Vátryggingamiðlunar ehf. á hæfi viðskiptavina sinna til fjárfestinga og tilhlýðileika á þeim fjárfestingarvörum sem félagið býður. Í framhaldi af þeirri könnun eru viðskiptavinum veittar upplýsingar hvaða vörur þeim standa til boða sem uppfylla markmið þeirra um sjálfbærni. Ef að engin vara uppfyllir markmið viðskiptavina um sjálfbærni er viðskiptavinum gerð grein fyrir því.
Þau líftryggingafélög sem Afkoma Vátryggingamiðlun ehf. miðlar viðskiptum til eru öll bundin sömu löggjöf, þ.e. reglugerð ESB nr. 2019/2088 og ber að birta stefnur sínar um sjálfbærni í þeim fjárfestingarvörum sem þau bjóða. Hér að neðan eru hlekkir á stefnur um sjálfbærni í öllum þeim mismunandi vörum sem Afkoma Vátryggingamiðlun ehf. miðlar fyrir hönd þeirra félaga. Í þessum stefnum kemur fram hvort, og að hvaða marki vörurnar samræmast sjónarmiðum um sjálfbærni, hvernig fylgst er með því og hvaða áhrif sjálfbærnistefnan getur haft áhrif á ávöxtun vörunnar.
Upplýsingaskjöl um sjálfbærni í fjárfestingum VPV.
VPV Future Plan - Lykilupplýsingaskjal
VPV Future Plan - Sýnishorn af útreikningum
VPV Future Pension - Lykilupplýsingaskjal
VPV Future Pension - Sýnishorn af útreikningum
VPV Future Pension Classic - Lykilupplýsingaskjal
VPV Future Pension Classic - Sýnishorn af útreikningum
Upplýsingaskjal um sjálfbærnistefnu Allianz Target 4 Life
Sjálfbærnistefna Allianz Target 4 Life